14.11.2007 | 11:08
nakinn maður
hah. aftur. ég ætla að afhjúpa mig og segja það sem ég ætlaði að segja í gær. myndin af kallinum, þetta tengist nefinu á honum. það er langt. vísun í gosa sko. af því að ég sagði ósatt. soldið langsótt. samt ekki.
muniði þegar ég talaði í upphafi vikunnar um að ég væri ALLS EKKI veikur, hefði einungis náð mér í smá "kvefskít"? sjitt hvað ég var að ljúga þar. ég greip einhvern viðbjóð á sunnudaginn og nú segi ég satt: ég er búinn að vera þokkalega vankaður síðustu daga. eiginlega alveg vonlaus. við erum að tala um "man cold" á hæsta stigi!
en... nú er ég allur að verða betri. svo ég var ekkert að ljúga því að þetta færi nokkuð fljótt.
og af hverju sagði ég ósatt? jú af því að mér finnst tiltölulega stutt síðan ég kvartaði hér hástöfum yfir að vera lasinn, og björn hlynur, sem alltaf er veikur, notar hvert tækifæri til að klína því sama upp á mig, og gott ef hann hefur ekki rétt fyrir sér og hulla fer að saka mig um að vera ekki sannur íslenskur karlmaður og gott ef hún hefur ekki bara líka rétt fyrir sér og hlynur bróðir færi líka eitthvað að rífa kjaft og...
frábært. núna líður mér eins og ég standi allsber fyrir framan ykkur.
verð bara að passa að forskalast ekki. ekki á þetta bætandi.
kafli 11 er kominn inn.
Athugasemdir
Ef ég væri þarna hjá þér þá myndi ég eflaust strjúka þér um ennið og segja; "Poor little bunny"...svona man-cold geta nefnilga verið rosaleg! Átt alla mína samúð. Ég sendi þér bjöllu með UPS í dag, en bið þig um leið að nota hana frekar sparlega...erfitt að stökkva til svona til Berlínar í hvert skipti sem þú hringir...
Vona annars að þér batni sem fyrst
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 14.11.2007 kl. 11:23
Æ kúturinn minn. Nú er ég bara með móral
Að sjálfsögðu finnst mér þú endalaust ekta og sannur karlmaður.
Mannstu ekki "víður"
Þú verður að muna djokinn á bakvið þetta, ég er svo rosalega gleymin.
Hafðu það nú gott kallinn minn og njóttu þess að hafa hann litla bróður þinn í heimsókn.
Kossar frá Eika....
Hulla (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:49
Sögustund í boði Víkings á góðri nætur stund á lansanum þar sem allir sofa (blessunarlega) og allir kaflarnir 11 teknir með trompi.Gaman að lesa skrifin þín,hreint út sagt frábær lesning.
Skelltu svo í þig einum sólhatt eða svo og lífið leikur við þig!
Maren, 15.11.2007 kl. 04:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.