nokkrir mikilvægir punktar

kol

ég vona að þeir sem þekkja mig geti verið sammála um að ég kann því ekki vel að standa ekki við orð mín. ég sagðist færa inn nýja kafla um eirík í gær, og ennþá er ekkert komið. ég biðst afsökunar á þessu. þetta gerist í dag, um nákvæmari tímasetningu veit ég ekki.

þeir veittu edduna í gær og ég og mitt fólk unnum og unnum. gaman að fá verðlaun. ég þakka öllum sem sent hafa hamingjuóskir. 

mig langar að benda á nýjan link hér til hliðar sem vísar á bloggsíðu pauls, nágranna míns, sem bankaði upp á hjá mér í gærkveldi og aðstoðaði mig við að kveikja upp í kolaofninum hér í stofunni (þ.e. hann kveikti upp og ég veitti honum móralskan stuðning). síðan hans er nokkuð áhugaverð.

það snjóaði hér um helgina. risaflygsur svifu að ofan en náðu þó ekki að festa sig í sessi á jörðu niðri.

ég er með kvefskít. ég er EKKI veikur. NEI alls ekki. þetta er bara svona... skítur sem fer fljótt og örugglega er ég viss um.

hlynur bróðir er að koma eftir 3 daga. mér líður rétt eins og unnusta mín sé væntanleg, svo spenntur er ég. hlynur er búinn að fylgja mér einna lengst af öllum mínum vinum, hann hefur umborið margar mínar vitleysur og ég hans og við höfum ósjaldan hlegið dátt saman, æði oft að hlutum sem engum öðrum finnst fyndið.   

nú ætla ég að athuga hvort ég hafi lært eitthvað af paul í gær, það dó í ofninum í nótt og nú skal eldur kveiktur að nýju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Gott að heyra að þú ert ekki veikur...hélt kannski að þú hefðir náð þér í "man-cold" og þá hefði ég nú þurft að bruna til Berlín og hjúkra þér ....

http://www.youtube.com/watch?v=rXLHWmjA5IE

p.s til hamingju með verðlaunin

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.11.2007 kl. 12:29

2 identicon

Elsku Víkingur

til hamingju með öll verðlaunin. Þið eruð snillingar.

Harpa (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Formaðurinn

congrats :) 

Formaðurinn, 12.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband