8.11.2007 | 09:30
það þarf að þrífa sýningarvélarnar
ég fór á magnaðan konsert í gærkveldi ásamt nágrönnum mínum í íbúðinni fyrir neðan. paul er frá bandaríkjunum og unnustu hans nadine frá þýskalandi. það voru einmitt þau sem voru að spila beirút á háum styrk um daginn (sjá færslu 18.10). prýðilegt par.
tónleikarnir voru haldnir í west-germany, skemmtilegum klúbbi sem er í göngufæri frá húsinu mínu.
hljómsveitin heitir dirty projectors, og ég hef aldrei heyrt annað eins. þetta er einhvers konar sambræðsla af hráu pönk-rokki, afrískri þjóðlagatónlist ala graceland paul simon, jassi, inntsss inntsss danstónlist... æðislegur hljóðfæraleikur og söngurinn eins og af himnum ofan.
ég veit. ég er að reyna að lýsa einhverju í orðum sem ekki verður lýst í orðum og það er soldið sillí. mig langaði bara að segja frá þessu.
næsti kafli í SÍÐUSTU DAGAR EIRÍKS VIGNIS er ekki kominn. hann er í vinnslu og verður birtur í dag.
Athugasemdir
Dirty Projectors eru mjög gott band. Ef þú vilt kynna þér þá nánar þá endilega pikkaðu upp plötuna Rise Above, nýja platan. Hef rennt henni í gegn og hún er mjög töff.
Hannes Óli (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:12
það er víst vonlaust að koma að tómum kofa hjá þér hannes minn, þegar tónlist er annars vegar.
er einmitt að hlusta á rise above.
Víkingur / Víxill, 9.11.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.