4.11.2007 | 21:17
fróðleikur og fótbolti
ég er búinn að eiga skrautlega og skemmtilega helgi. ég er margs vísari. til dæmis veit ég að í hollandi eru starfrækt 1400 umönnunarheimili fyrir gamalt fólk. ég veit að anna hebbúkka þýðir "mér þykir vænt um þig" á arabísku. ég veit að friedrichsein er frábært hverfi hér í berlín. og síðast en ekki síst, og hér er ekki lygasaga á ferðinni gott fólk... síðast en ekki síst veit ég að það er til eitthvað sem heitir chessbox, skákhnefaleikar, þar sem keppendur tefla í skák... og boxa. hversu far át er það??
ég horfði á arsenal vs. manjú, með herra helga björnssyni og ögmundi, sem er nýjasti meðlimur í víkingsvinafélaginu. frábær náungi. og frábær leikur bæ ðe vei. ég horfði á frumsýningu á verki eftir lars noreen í leikstjórn þorleifs arnarssonar, með systur hans sólveigu í einu af aðalhlutverkum. það var skemmtilegt. ég borðaði í fyrsta sinni currywurst (ohne darm mit pommes und mayo) og það bragðaðist jafn vel og það er óhollt. namminamm bara.
það er ekki laust við að ég sé ögn eftir mig nú, á þessu fallega sunnudagskvöldi.
eftir mig, en afar sáttur.
nýr kafli á morgun.
Athugasemdir
Ég æfði einmitt chessbox ( hnefaleikaskák á íslensku ) lengi en ákvað að skipta um gír og er núna að æfa karatesund.
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 5.11.2007 kl. 00:30
ertu
Vignir Rafn Valþórsson, 5.11.2007 kl. 02:29
ERTU EKKI BÚINN AÐ FÁ ÞÉR CURRYWURST FYRR EN NÚNA!!
Vignir Rafn Valþórsson, 5.11.2007 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.