26.10.2007 | 04:38
vinur
þetta er nýi vinur minn. hann er hlýr og góður og býður meira að segja upp á stillinguna "silent" þar sem hann puðrar heitu lofti inn í kalda íbúðina mína án þess að vera með neitt múður.
klukkan er fáranlega lítið, hálfsjö og ég fer bráðum útúr húsi áleiðis að rútustöð hér í borg. ætla að taka eina slíka til flensborgar (sem er náttulega einstaklega fallegt nafn á borg) þar sem hulla vinkona mín og fjölskylda ætlar að pikka mig upp. ætla að eyða helginni með þeim á heimili þeirra nálægt billund í danmörku.
maður er soddan flakkari.
Athugasemdir
Mússí mússí. Á mínum hörðu Þýskalandsárum var íbúðin hituð með kolum! Ja ja wir haben mit Kohle geheizt!
Sunna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:49
Það sem þig vantar, kæri vinur, eru góðir, þykkir, íslenskir ullarsokkar og góð lopapeysa. Þá þarf engan rafmagnsofn. Bestu kveðjur frá Brussel, Álfa
Álfa (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.