25.10.2007 | 09:02
kuldi
hver sá sem heimsækir berlín, nú eða heldur sig heima en hefur samt sem áður áhuga á sögu hennar, er hollt að lesa bókina stasiland eftir önnu funder. það er með ólíkindum hvað fram fór austan megin múrsins á sínum tíma. ok, ég hef heyrt og lesið um skoðanir margra austur-þjóðverja á ástandinu eftir fall múrsins. það sem við tók hefur ekki verið neinn dans á rósum. það breytir því þó ekki að austur-þýskaland var fáranlegt lögregluríki, ómannlegt og viðbjóðslegt. nú er múrinn fallinn og það er með þetta eins og margt annað. sumum finnst best að gleyma.
annars er það af mér að frétta að mér er kalt. ég ætla út í búð á eftir og kaupa rafmagnsofn í íbúðina. það er nákvæmlega ekkert rómantískt við það að sitja með nefrennsli og skjálfandi á beinunum við skriftir. ég er 21. aldar skáld, for kræing át lád.
Athugasemdir
Hæ elsku Víkingur minn, núna ætla ég að koma út úr skápnum og hætta að vera laumuperri og í þetta skipti kvitta eftir skemmtilegan lestur. Hef kíkt inná bloggið þitt from tæm tú tæm og hef geysilega gaman af. Mér sýnist þú ekkert hafa það slæmt þarna fyrir utan kulda en þú ættir að vera vanur því eftir veruna "Hellinum" góða. Hafðu það dónalega gott áfram. þín fyrrverandi "sambýliskona" Erla
Erla (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.