24.10.2007 | 09:03
svín og svartir kettir
gærkveldið var merkilegt fyrir margra hluta sakir. byrjum á leikhúsferð. þann 18. ágúst 2001 lék ég mitt fyrsta hlutverk sem atvinnuleikari í upphafssýningu vesturportshópsins í litla húsnæðinu okkar á vesturgötu. þar byrjaði þetta allt. þetta var diskópakk eftir enda walsh. ég og nanna kristín magnúsdóttir undir leikstjórn egils heiðars antons pálssonar. mjög flott sýning ef ég man rétt. í gær fór ég í volksbuhne til að sjá ítalskt diskópakk. ekki mjög flott sýning. að mínu mati, ég endurtek, að mínu mati alveg hroðaleg. endirinn var þó skemmtilega írónískur. þegar leikararnir voru að halda inn í lokaatriðið fór brunavarnarkerfið í gang af öllum reyknum sem notaður var sem effekt. ekki nóg með það, heldur var kerfið svo ákveðið í að eldur væri kominn upp í húsinu að það fór að rigna vatni yfir sviðið. og eins ákveðin og leikararnir voru í að klára sýninguna, urðu þau að hætta í miðjum klíðum, gegnblaut og rennandi til á sviðinu. skyndilega tók svínn (karakter í verkinu) af sér svínsgrímuna og sagði: "sorrýe... víe heeve túe stoppe". og þá var klappað. ég vil ekki vera of nastí. ég fann í alvöru til með þeim. það er ömurlegt sem leikari að lenda í öðru eins og fá ekki að klára dæmið. ég verð þó að játa að þessi óvænta uppákoma bjargaði sýningunni og gerði ferðina í leikhús áhugaverðari en ella.
þá fór ég á tónleika. ekki að spyrja að flottum tónleikarýmum í berlín. þessi var í litlu rjóðri nálægt ostbanhof, því miður man ég ekki nafnið. staðurinn lét afar lítið yfir sér við innganginn en þegar inn var komið... váááááh. sagði ég við sjálfan mig. mjöööög kúl. þar fóru fram svokallaðir nuefolk tónleikar. dagskráin bauð upp á hljómsveitir sem ég hef aldrei heyrt né séð. fyrst á sviðið var belgísk sveit sem hét, og björn hlynur, you're gonna love this one: lick an anus of a black cat! soldið skemmtilegt bara. lögin tiltölulega lík hverju öðru, en það var páver í þessu. þar á eftir steig á svið bandarískur dúett sem ég man ekki hvað heitir, strákur og stelpa. þetta par tók experímental músík á annað level en ég á að venjast. ég meina... curver hljómar nú bara eins og hörður torfa í samanburðinum. má ég þá frekar biðja um curver takk. þegar "lag" tvö var komið áleiðis ákvað ég að taka hatt minn og staf og halda heim á leið.
að lokum, til að sýna að ég er ekki hafinn yfir aðra, og til að benda á að öll eigum við listamennirnir okkar misgóðu daga, birti ég hér eitt ljóð sem ég samdi stuttu eftir að ég kom hingað til berlínar.
Hér eru margir hundar,
hér eru engar dúfur.
Hér er fólkið fallegt,
hér eru engar dúfur.
Hér er gott að vera,
hér eru engar dúfur.
Athugasemdir
Sæll víkingur, ég mátti til með að kíkja á síðuna þína, þar sem þú ert í miklu uppáhaldi hjá mér. Sá þig fyrst leika fyrir mörgum árum síðan, hitti þig svo einhvern tímann á bar og spjallaði við þig dágóða stund. Efast samt um að þú munir eftir því. Ég sjálf bý í Finnlandi þessa stundina, er að nema meira í myndlist. Hvur veit kannski maður fari til Þýskalands eftir dvölina hér. Mér skilst að þar sé líka mikil gróska í listalífinu.
Bestu kveðjur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:20
Það er greinilega búið að vera rosalega mikið að gera hjá þér eftir að þú komst út.
Slappaðu nú smá af og sendu mér email Er hreinlega að springa úr spenningi, hvað verður um helgina...
Gríðalega fallegt ljóð hjá þér. Finnst samt alltaf ljóðið sem þú samdir til mín í R-nesinu lang flottast
Knús og kossar Hulla
Hulla (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:43
Er þetta ekki bara allt bölvað rugl? Komdu bara heim. Þú varst fínn grís í Diskópakki.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.