litla íslenska kjánaprik

terroristar

þegar ég sat og beið eftir fluginu frá ríka um daginn kom ég auga á terrorista. hann var að fara með sömu vél og ég. ofboðslega eitthvað dúbíus og dularfullur og leit út eins og maður sem ætlaði að taka völdin í vélinni uppi í háloftunum og klessa henni á sjónvarpsturninn í berlín. ég varð ögn rórri þegar ég sá að með okkur í för voru líka nokkrir þýskir mótorhjólagaurar, klæddir í leður frá toppi til táar. ég hugsaði: nú jæja, þessir láta nú ekki einhvern terroristaræfil komast upp með neitt múður sko... svo tók vélin á loft. ég staðsetti þann grunaða. hann sat mjög framarlega. stutt í stjórnklefann. svo dottaði ég. og vaknaði þegar flugvélin lenti í berlín.

ég held alltaf að ég sé búinn að finna "uppáhalds" kaffihúsið til að sitja á, drekka kaffi, reykja og skrifa. svo ramba ég á nýjan stað. og allir eru þeir í næstu götu frá mér. og ég á enn eftir að fara inn á þá nokkra. í gær fann ég einn uppáhalds grafinn ofan í kjallara. hann var frábær. þar var enginn nema ég og tveir tyrkir sem sátu afslappaðir, drukku te og ræddu heimsmálin. annar þeirra fannst mér glettilega líkur orhan panuk, tyrkneska nóbelshafanum. ég ímyndaði mér að þetta væri hann. fannst það kúl. auðvitað skildi ég ekki hvað mönnunum fór á milli. en þar komu þó orð sem ég áttaði mig á: amerika...jihad... al-queda... political... guantanamo... islam... fundamentalism...

mér varð hugsað til flugferðarinnar. og ég dró aðra ályktun en þá að hér væru menn að bollaleggja eitthvað gruggugt. þeir voru bara að ræða heimsmálin. orhan panuk er enginn terroristi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ ljúfur.

Kíki stundum við hér.  Þú ert skemmtilegur.

xx 

Maja Heba (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:44

2 identicon

Smá kjalfræði: Hann heitir Pamuk, en það orð þýðir bómull á tyrknesku. Vinsæll ferðamannstaður á Tyrklandi heitir Pamukkale og var nokkurs konar Blue Lagoon rómverska heimsveldissins. Höfuðborg þess var Róm.

Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband