vinur minn net

hitler-redehér í íbúðinni er sjónvarp, en ekki hægt að horfa á neinar stöðvar. hér er heldur ekki dvd spilari, amelia tók hann með sér. og hvað gerir maður þá þegar löngun til gláps grípur mann á laugardagskvöldi? hér er nettenging og á netinu er jú hægt að finna allt sem hugurinn girnist. 

ég horfði á nýjustu mynd michael moore, sicko. afar áhugavert og hressandi fyrir litla sósíalistann mig. og hvað sem um aðferðir og söguskilning moore má segja, er ljóst að hann er þarfur þjónn sinni blindu þjóð. þarfur þjónn allra sem vilja hlusta og hugsa. sérstaklega fannst mér það svalt múv, að senda erkióvini sínum, manni sem eytt hefur miklum tíma og fyrirhöfn í að svívirða moore á netinu, nafnlausan tékka í pósti, til að borga sjúkrakostnað konunnar hans, svo viðkomandi maður gæti haldið iðju sinni áfram hindrunarlaust.  það fannst mér svalt.

og svo, af því að glápþörf minni var hvergi nærri fullsvalað, horfði ég á mjög athyglisverða mynd um hitler. foringinn gaf evu, fylgikonu sinni, eitt sinn upptökuvél. eva tók myndir af kallinum, vinum hans og ráðgjöfum, og þær myndir sýna þennan stórbrotna geðsjúkling í nokkuð öðru ljósi en hinn þaulæfði ræðuflutningur. upptökur evu fundust í berghofi eftir stríð, og nútímatækni gerir kleift að setja tal inn á þessar gömlu þegjandi myndir svo nú er meira að segja hægt að heyra hvað kallinn segir. 

já þetta net er stórkostlegt.

gott ef ég hlusta ekki á guðþjónustu í breiðholtskirkju á eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Litlir sósíalistar eiga að vita að guð er bara ópíum...

Vignir Rafn Valþórsson, 21.10.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

þess vegna er ég einmitt bara "lítill" sósíalisti. ég veit nebbla að guð er allt annað en dóp. 

svo er sunnudagsmessan náttla baaara stemming. 

Víkingur / Víxill, 21.10.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband