beirút

beirut

ég var staddur í stigaganginum hjá mér rétt áðan og þá hljómaði úr íbúð kunnuglegt lag og það lyftist á mér brúnin. þetta er eitt af mínum uppáhalds. hljómsveitin beirut, sem ég hef minnst á við einn og annann heima á íslandi án mikilla viðbragða, fáir vita um þetta frábæra band. ekki nóg með það, heldur var þetta lagið nantes, sem heyra má meðal annars á prófílnum mínum á mæspeisinu um þessar mundir. 

þetta er sosum ekki í frásögur færandi. mér fannst þetta samt sem áður einstaklega skemmtileg tilviljun. spurning um að hafa upp á þessum sameiginlega beirutfan. viðkomandi hlýtur að vera afar áhugaverð manneskja.

viggi minn. sörpræs heimsókn frá þér og félögum þínum væri ekkert annað en draumi líkust. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get frætt þig um að Beirut er að spila á tónleikum í Köln 20. nóvember. Sama kvöld troða Boney M upp í Frankfurt og þar sem ég er staddur u.þ.b. miðja vegu á milli á ég stökustu vandræðum með að velja.

Friðgeir Einarsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband