skortur á dramatík

ballhaus 2nú fer ef til vill einhver að ókyrrast yfir allri þeirri gleði og þeirri ánægju sem dvöl mín hér úti hefur í för með sér. það er óneitanlega frekar lítið um dramatík, hvar er vesenið og vandræðin? þetta fer að verða frekar einhæf lesning. 

enn er nægur tími til stefnu, en ég verð hins vegar að hryggja þá sem þannig hugsa með því að helgin sem leið var alveg stórgóð.

fyrst ber að nefna leikhúsferð mína á laugardagskvöldið. sýningin ber heitið endstation amerika, og svo vill til að hún er á leiðinni upp á klaka sem gestasýning. ég mæli hiklaust með henni! mér fannst alveg ofboðslega gaman. um er að ræða meðferð kastorfs á sporvagninum girnd eftir tennessee williams (já, ég er voða mikið með annann fótinn í suðurríkjum bandaríkjanna sbr: með köldu blóði, kötturinn á blikkþakinu og svo þetta) en eins og kastorfs er von og vísa fer hann ekki hefðbundnar leiðir og tekur sér óhikað skáldaleyfi og það í talsvert miklum mæli. sýningin er ekki ný, frumsýnd fyrir alla vega 10 árum. hún var mjög innspírerandi og flott.

eftir leiksýningu fór ég svo á ball. jebb. ball. alvöru ball. staðurinn heitir clarchens ballhaus og stendur við auguststrasse. stór salur, skreytingar og annað eins og á samkvæmisdanskeppni í kringum 1950. risadiskókúla í loftinu. og hljómsveit á sviðinu, með alveg ótrúlega sérstakt lagaval sem spannaði rokkabillísenuna og alveg upp í michael jackson. og prince. og gestirnir spönnuðu ansi breitt aldursskeið. þarna var fólk frá tvítugu og vel upp í áttrætt. og allir dönsuðu. og ég dansaði eins og óður maður. hemmi gunn hafði sannarlega rétt fyrir sér. ég vitna í hann: "dansa, hvað er betr'en að dansa?"

í gær var yndislegt veður og honum eyddi ég með ensku vinum mínum, við gengum meðfram kanalnum og skoðuðum hverfi sem sólveig og þorleifur arnars bentu mér á.

jamm jamm. þannig er það nú.

ég flyt í dag. aftur. svo flýg ég til riga á fimmtudag og verð viðstaddur kvikmyndahátíð þar næstu helgi. þegar ég kem aftur "heim" fæ ég vonandi herbergið sem ég hyggst leigja það sem eftir er af veru minni hér.

annað var það nú ekki í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Dansfífl?

Heiðar Birnir, 8.10.2007 kl. 08:08

2 identicon

áfram öll dansfífl! djö hvað ég er ánægð með þig. Farðu svo að gera einhvern skandal þarna.. geturu ekki barnað einhverja konu þarna í riga.. eða þá bara mann!? Það væri nú saga til næsta bæjar..

Eva Signý (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:10

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Gott að lesa um hvað upplifun þín af Berlín er ánægjuleg ...mátt samt alveg krydda þetta aðeins...hefði t.d verið spennandi að lesa um að diskókúlan hefði slitnað úr loftinu og oltið með látum út á götu og næstum því ollið árekstri ( ef ekki hefði verið fyrir snarræði af þinni hálfu ) já, svona eitthvað í þessa átt....annars alltaf gaman að "lesa þig"

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 8.10.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband