5.10.2007 | 08:06
dans
ég læt hvergi staðar numið, enda erfitt að sitja heima meðan borgin kraumar af lífi þarna úti. ég tek sénsinn á að óverdósa, verri óverdós en þessi eru sosum til.
í gærkveldi fór ég á sóló danssýningu hjá konu að nafni fine kwiatkowski í kulturhaus mitte. konan sú hefur hrærst í dansheiminum um árabil. hún er fyrrum austur-þjóðverji og mér var sagt að performansar hennar væru lýsandi fyrir hvernig listamenn komu sínu á framfæri á sínum tíma hinum megin við múrinn. fine er að mestu hætt að performera sjálf, komin nokkuð yfir fimmtugt og sinnir mest kennslu í dag.
eins og áður segir var þetta sóló dans, en með henni voru þrír tónlistarmenn, tveir blásturshljóðfæraleikarar og einn elektrómúsíkant. vídeóverk sem varpað var á sviðið, hafði mikið að segja í verkinu.
sýningin var nokkuð áhrifarík, en alltof alltof löng. ég var alveg með fyrsta hálftímann, og að mínu mati þurfti þetta ekki að vera lengra, en þá var tæpur klukkutími eftir. og það skemmdi vissulega fyrir. það er lykilatriði að kunna að hætta á réttum tíma sko.
hápunkturinn var eiginlega þegar amelía vinkona mín, sem í sakleysi sínu settist við einn af hátölurunum, fríkaði út á hávaðanum sem þaðan kom og braut rauðvínsglas í óðagotinu.
eftir sýninguna sat ég með góðu fólki og við borðuðum góðan mat og ræddum um lífið og tilveruna. þar kom margt afar merkilegt fram, sem ég ætla ekki að fara út í hér. af því ég hreinlega nenni því ekki.
Athugasemdir
Var ekki tilgangurinn með því að hafa verkið svona langt, ekki sá að sýna fram á hvað lífið "hinumegin" hafi verið tilbreytingalaust, einhæft og alltaf eins... Er hún ekki föst... kemst ekki yfir... Bara pæling. Ég hef ekki hundsvit á list.
Heiðar Birnir, 5.10.2007 kl. 08:56
.... og leiðinlegt....
Heiðar Birnir, 5.10.2007 kl. 08:59
einmitt þessa pælingu ræddum við eftir sýninguna. það var þó alla vega ekki gert á réttan hátt að mínu mati, ef einhver réttur háttur er til... og víst hefur þú vit á list minn kæri. allir hafa sitt vit á list
Víkingur / Víxill, 5.10.2007 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.