4.10.2007 | 08:54
vinna
bróðir minn elskulegur spurði í kommenti um það bil um þetta: jújú, frábært hvað þú ert duglegur að skoða þig um strákur, hvernig þú baðar þig í þessu baðkari menningarinnar, hvernig þú smakkar á öllum þessum kræsingum, ekki einungis að þú smakkir, þú alveg hreint úðar í þig, frábært, skemmtilegt... en hvað með ÞITT STÖFF?
þetta er mjög góð spurning hjá honum. enda góður maður á ferð. um mitt stöff er það að segja að ég eyði hluta úr hverjum degi í að sinna minni sköpun, þótt vissulega hafi hingað til farið meiri tími í að njóta afraksturs annarra. en það er ýmislegt að gerast í kolli stráks, þótt ég viti í raun ekki nákvæmlega sjálfur hvers kyns er og hvað kemur út úr því. ekki ennþá.
en ég er að vinna. líka. og á allt annann hátt en ég hef gert áður. ég hef enn í huga reglurnar tvær sem ég bjó mér til áður en ég fór og lesa má um í færslu þann 3. september. og fyrst og fremst er ég að reyna að sprengja gamlar hugmyndir, og leyfa huganum að fljúga, hærra en áður, óhræddari en áður.
hluti af því sem ég er að vinna, birtist mögulega á prenti hér, vonandi bráðlega, með hjálp góðrar vinkonu sem er að hjálpa mér með hönnunarþáttinn á því dæmi.
langbest að hafa þetta loðið og gefa ekki of mikið uppi. en að þessu gefnu veit ég að þið iðið í skinninu og getið ekki beðið. alveg bara vúúúúúú... getið ekki setið kyrr. svo spennt eruð þið.
Athugasemdir
Ég fann raddtvífarann þinn í gær í Eymundsson. Þurfti bara að loka augunum til þess líða eins og þú værir á staðnum og vissir allt um skirfstofuvörur.
Katabessa (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 09:56
Víkingur minn, ég ætla að uppljóstra því að ég fylgist alltaf með þér á blogginu þínu og verð að viðurkenna að ég dauðöfunda þig af dvölinni og öllu menningarsukkinu þarna í borginni þaðan sem ég er að hluta til ættuð, en hef aldrei heimsótt ... (of löng setning!)
Gyða (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.