27.9.2007 | 09:12
apotek
eg er i nyrri ibud. eigandann thekki eg ekki neitt, nema ad eg veit ad hun er i frii a spani. og hun hlytur ad vera i feikilega godu formi stelpan. their eru ekki fair stigarnir hingad upp a efstu haed. jesus minn.
eg er i tolvunni hennar, med leyfi ad sjalfsogdu. einungis thannig kemst eg a netid, sem er skarra en ekkert. litid um islenska stafi a lyklabordinu her fyrir framan mig, en skjarinn er godur. eg se vel hvad eg er ad skrifa.
eitt hefur vakid athygli mina sidan eg kom. her er vissulega nog af skemmtilegum kaffihusum og veitingastodum ymis konar. en her er lika endalaust mikid af apotekum. onnur hver bygging hysir apotek. skyringin er mer enn hulin, en thad er verdugt markmid ad komast ad thvi hverju thetta saetir.
skyldi thad hafa eitthvad med soguna ad gera? er thetta einhvers konar tilraun til ad sanna ad thratt fyrir allt sem a undan er gengid, tha virdir folk her goda heilsu og langlifi fremur en allt annad. paeling.
thetta setur alla vega dalitid serkennilegan svip a thessar hofudstodvar listalifs i evropu. nutimabohemid er oruggara en adur. oll orvaenting er othorf. ef allt slarkid fer eitthvad illa i vidkomandi skreppur hann/hun bara af barnum og yfir i apotekid. verslar ser eitthvad hollt og gott, bot vid meininu og drifur sig svo bara heim i hattinn.
get i lokin glatt ykkur med ad vedur her er gratt og vindur i trjam. ekkert kjalarnesrok kannski, en vindur engu ad sidur. mer lidur vel. thad hlytur ju ad gledja ykkur mest af ollu.
Athugasemdir
Þegar þýsk stjórnvöld fréttu af komu þinni til Berlínar var strax hafist handa við að fjölga apótekum...svona bara fyrir þig...enda varðstu veikur um leið og þú lentir
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 27.9.2007 kl. 13:59
Heirðu þarna. Á ég bara að sjá um allt! Þú vissir alveg að ég væri að fara!! Dæmigert fyrir þig.
Annars veit ég ekki betur en við séum nærri hvort öðrun núna en þegar þú bjóst í Hafnarfirði. Held allavegana að það sé ódýrara að ferðast á milli.
Gott að þú ert að finna þig þarna, ef þú finnur mig, nenniru þá að senda það til Brighton.
Þórhildur (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.