26.9.2007 | 08:38
andsvör og almennar tilkynningar
ég flyt í dag, í íbúð við hermannplatz, verð þar í viku. þann tíma hef ég til að finna mér húsaskjól, helst fram í desember. stúlkan sem ætlaði að leigja mér hætti við. henni láðist bara að láta mig vita. sem er sosum allt í lagi. framboð á leiguhúsnæði ku vera allnokkurt hér í borg, og merkilegt nokk, alls ekki dýrt.
hulla mín. þú hafðir líklega rétt fyrir þér, þetta var líklega bara aumingjaskapur og ekkert annað. alla vega er ég mun hressari í dag. lét þó viskíið eiga sig og tók því bara rólega. hlakka líka til að sjá þig, en vil þó benda þér á að hér er mér sagt að lest til þín taki ekki sirka 4 tíma, heldur 8 stykki. legg það þó á mig með glöðu geði.
elsku harpa (sem og aðrir sem hugsanlega hafa reynt að hringja). síminn minn dó daginn sem ég kom út. þá meina ég dó dó. fínídskí. ég keypti mér fyrst nýjan síma í gær. sorrý.
og björn hlynur: við vitum báðir, og þú ífið betur en ég, að það ert ÞÚ sem alltaf ert veikur.
í bili.
Athugasemdir
Hjúkk að þú hefur það betur. Fékk rosa móral í gær Þú kannski bara fárveikur og ég að gera lítið úr þér. Gleður mig að þú sért venjulegur íslenskur karlmaður
10967 Berlin-Neukölln, Hermannplatz... Er þetta nokkurn veginn rétt???
Ef svo er ertu 6,12 tíma á leiðinni og þarft að skipta nokkuð oft.
Á bíl ertu rúma 4 tíma.
Luf ya
Hulla (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:30
Ég er algjör hetja.
Búin að ná tímanum niður í 4,19 tíma og ég næ í þig til Padborg
Láttu heyra í þér
Hulla (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.