sól

berlín 2007 034þarna var ég í gær, og svona var veðrið í gær.

gaman að því.

en burtséð frá fallegu veðri, get ég ekki annað en hrósað happi yfir að hafa tekið ákvörðun um að koma hingað til berlínar. þótt dagarnir hér séu ekki orðnir margir, þá finn ég sterkt hvað þessi staður á vel við mig og mín störf. hér gilda einfaldlega önnur lögmál. tempóið er annað. hugsunarhátturinn annar. ekki að furða þótt hingað streymi listafólk hvaðanæva að úr heiminum til að sinna sínu.

í gær hitti ég börnin mín á skype. tölva sonar míns er með innbyggðri web kameru svo ég gat horft á þessar elskur meðan ég talaði við þau. ætla ekkert að lýsa því hve gott það var.

það er allt fínt að frétta. ég er að vinna. fullt að gerast.

kveðja heim í rokið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband