hvítur fáni II

berlín 2007 005friðþægingartilraunir mínar við nútímamyndlist héldu áfram í gærkveldi, en þá fór ég á tvær opnanir. sú fyrri var sýning einhverrar Susanne Weirich í gallerýi magnusmuller. videoverk og ljósmyndir. afskaplega lítið sem ég náði að tengja við eitthvað þar og þurfti að bíta soldið fast á jaxlinn til að halda í burtu frasanum góða. þetta verður ekki auðvelt, en ég er allur af vilja gerður.

hinum megin götunnar gat að líta stóra byggingu, sem hýsir volksbuhne leikhúsið. það er verið að lappa upp á leikhús víðar en á íslandi, því byggingin er þakin stillönsum. ég notaði tækifærið og skrapp þangað. komst yfir bækling með dagskrá næstu vikur. þar má finna eitt og annað, meðal annars kemur í bæinn ítalskur leikhópur með verk sem ég debjúteraði sem leikari í á sínum tíma. fyrsta verk vesturports, diskópakk (disco pigs) eftir enda walsh. vís með að mæta m.a. þangað.

seinni myndlistaropnunin var í loop gallerýinu, verk eftir listamanninn goetz valien. risastór olíumálverk. þar fann ég að minnsta kosti eitthvað til að hugsa um. fann fyrir einhverju. ánægður með þetta eitthvað.

næsta vika er víst þétt setin af opnunum sem þessum. hér eru meðal annars íslendingar sem sýna í kling & bang galleríinu bráðlega. rakst á þá á loop. alls staðar erum við þessir íslendingar.

ég held samt að ég finni mér einhver kvöld annað að gera.

því eins og pósterinn góði segir:

HOW MUCH ART CAN U TAKE?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband