21.9.2007 | 09:33
í berlín
það kom mér fullkomlega á óvart þegar flugstjóri vélarinnar til berlínar beið eftir mér við innganginn. þar var mættur minn kæri vinur egill ibsen, sem hafði að gamni sínu látið vera að segja mér að hann ætlaði sjálfur að skutla mér yfir hafið.
ég sat fram í hjá honum í flugtaki og lendingu, sem var ógleymanleg upplifun.
já, ég veit. ég lít ekkert sérstaklega vel út á þessari mynd, enda lítið sofið nóttina fyrir brottför, allt á síðustu stundu eins og mín var von og vísa.
"æ tóld jú só..."
20. september var stór dagur hjá okkur báðum, mér og agli, þó ívið merkilegri fyrir hr. ibsen. þegar hann kom heim beið hans kona með hríðir og þeim fæddist sonur í gær. innilega til hamingju!!
á flugvelli í berlín beið mín hins vegar vinkona mín amelia saul, ungur rithöfundur og myndlistarkona sem búið hefur í berlín í 2 ár. hún er búin að redda mér íbúð á besta stað í borginni, sem losnar þó ekki fyrr en eftir 2-3 daga. þangað til fæ ég að sofa á ikea sófanum hennar. rotaðist þar í nótt, þetta er kannski enginn alfreð, en slagar þó hátt í það.
annars er íbúð amelíu ákaflega skemmtileg. t.d. er baðkarið staðsett í eldhúsinu, eins og sjá má hér á myndinni. maður semsagt togar barasta í handfangið og... volla!
það held ég nú.
í gærkveldi sat ég svo með ameliu og vini hennar tod wodicka sem einnig er ungur rithöfundur búsettur hér og gaf nýlega út sína fyrstu skáldsögu, bæði í englandi, usa og þýskalandi. skemmtilegur náungi, og ekki spillti að í ljós kom að hann og konan hans eru miklir flight of the conchords aðdáendur.
ja ja. ég ætla að láta þetta duga í bili. þessi færsla aðallega gerð til að láta vita af mér. hér er ég og allt er gott.
alles gut ja ja.
Athugasemdir
Bið að heilsa Angelu Merkel, ef þú rekst á hana. Segðu henni að ég sé ekki búinn að gleyma heimboðinu frá henni. Er að vinna í þessu...
Heiðar Birnir, 21.9.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.