limbó?

NoMoreLimboég stóð mig að því um helgina að tala um að líf mitt væri soldið mikið í limbói þessa dagana. nú þegar ég huxa betur út í þessa líkingu verð ég að segja að ég fatta hana ekki alveg. nota hana bara af því að ég hef heyrt þennan frasa. hann hljómar vel. það gera l-in í orðunum. 

þetta íbúðardæmi sem ég ræði í færslunni hér fyrir neðan er óttalegt fokk. ætlunin var að vera búinn að festa sér tilvonandi heimili áður en ég færi út. hvernig enginn sem hlut á að máli, fasteignasalan, eigendur íbúðarinnar og nágrannar þeirra, er að hafa fyrir því að láta mig vita hvernig málin standa er óþægilegt. 

ég hef sýnt sjálfum mér, ekki í fyrsta sinn og eins vel og ég er farinn að þekkja sjálfan mig, ekki það síðasta, að ég er haldinn frestunaráráttu á háu stigi. setningin: "i told you so" var fundin upp til að bauna á mig, með tilheyrandi glotti. er alls ekki búinn að pakka, nokkuð langt frá því satt að segja, en hræki nú í lófa og í dag verður þetta massað, enda ekki annað í boði. síðasta stundin er komin. við feðgar sváfum nú í nótt í síðasta sinn í hellinum og kojan okkar verður skrúfuð í sundur á eftir. húsgögn flutt á brott seinni partinn.

um tilfinningalíf mitt ræði ég ekki hér, því eins mikið og mér þykir vænt um þá sem hingað koma og lesa, þá, með fullri virðingu, kemur þeim það ekkert við.

og svo flýg ég til útlanda á fimmtudagsmorgun klukkan 8. veit ekki hvað býður mín en er staðráðinn í að nýta ferðina í það sem til stóð í upphafi. get þóst vera kúl og látið eins og það örli ekki einu sinni á pínku kvíða fyrir þessu brölti mínu. en þeir sem þekkja mig best vita að það er jú bara feik.

líf mitt eins og limbó? ég í limbói... jú, ok. þetta meikar kannski alveg sens. eins og kallinn hér á myndinni get ég hæglega dottið á rassinn ef ég vanda mig ekki. 

en rétt eins og kallinn á myndinni er ég að fara að smeygja mér undir prikið. léttilega.

brosi svo mínu breiðasta og hneigi mig.

takk fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maren

Lífið er eitt alsherjað limbó!!

Gangi þér vel

Maren, 17.9.2007 kl. 16:32

2 identicon

Góða ferð til útlandsins og gangi þér allt í haginn.

Álfa (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband