15.9.2007 | 10:59
úbbs
ekki veit ég hvort þeir eða þær sem þetta lesa hafi nokkurn áhuga á því sem hér kemur. það skiptir ekki máli, ég þarf aðeins að tjá mig. um það sem hér kemur.
eins og allt ætlaði að falla í fullkomnar skorður, nei nei þá þurfti endilega að koma eitt stykki bobby í bátinn. og núna ruggar hann á báðar hliðar og ég bíð bara eftir að bobby þessi setjist á rassgatið og skipið kyrrist.
þannig er sumsé mál með vexti, að í ljós kemur að fólkið á efri hæðinni í húsinu sem íbúðin mín tilvonandi er í (vá, flott setning þetta)... það semsagt kemur í ljós að það hefur forkaupsrétt á íbúðinni sem ég er búinn að skrifa undir kaupsamning á.
OG... nú er það, allt í einu, og andstætt öll því sem það hefur áður sagt, að íhuga að nýta sér þennan forkaupsrétt. og ég verð bara að gera svo vel og hinkra eftir því að fá þessi mál á hreint. sem er náttulega bara frábært og ótrúlega gaman. finnst mér.
ég hefði líklega átt að sitja á mér í stað þess að vera að gaspra þetta og skrifa hér, í hástöfum og allt, að ég eigi íbúð. jæja, þetta fer eins og það á að fara.
í kvöld leik ég mína síðustu ÁST sýningu.
og eftir það verður mitt síðasta íslandsskrall í bili.
sé ykkur þar.
Athugasemdir
Ólafi Hraundal...er það ekki talnaspekingur og miðill??
Hvað er átt við með lokaútgáfunni á honum????
Gott skrall í kvöld gamli. Ég ætla að skralla yfir Xfactor.það er svona mitt brjálæðislegasta djamm um þessar mundir. Vonandi rætast íbúðarmálin!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 14:04
Efast ekki um að það eigi eftir að leysast úr þessu. Eflaust allt samkvæmt áætlun
Góða ferð út!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.9.2007 kl. 23:48
Kisskiss Víkingur og góða ferð út.
Verðum í bandi.
H
Helgi Seljan, 16.9.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.