er ég hálfviti?

íslandnei. ekki vil ég nú alveg gúddera það. vil meira að segja leyfa mér að fullyrða að ég sé tiltölulega vel gefin. rétt eins og vel flestir samlandar mínir. um leið fer það ósköpin öll í taugarnar á mér þegar þetta er gefið í skyn: að ég sé hálfviti. 

það eru helst pólitíkusar sem véfengja gáfnafar mitt. í morgun var rætt við háttvirtan formann framsóknarflokksins, guðna ágústsson í útvarpinu. hann heldur að ég sé hálfviti. að hlusta á manninn bölsótast yfir erlendum fjárfestum sem ætla sér að lauma sér inn bakdyramegin til að virkja og græða á okkar stórbrotnu, fallegu og engum líku náttúru?? að hlusta á manninn fjargviðrast yfir ástandinu á landsbyggðinni og hvernig allt er þar í köldum kolum?? að hlusta á hann tala um hvernig flokkur hans ætli að standa sterkan og traustan vörð um hag íslensku þjóðarinnar, af því, og þetta verð ég bara að undirstrika, að flokkur hans hafi skildum að gegna fyrir íslenskt samfélag

guðni virðist halda að ég fæddist í gær. og hann virðist halda að ég, og fleiri, séum búin að gleyma að það var bara í gær, sem hann og hans flokkur sat í stjórn, og hafði setið lengi lengi lengi, og tók vafasamar ákvarðanir sem snertu framtíð íslenskrar náttúru, og tók um leið fáar sem engar ákvarðanir til að bjarga íslenskri landsbyggð frá því ástandi sem hún lifir við í dag. (umrætt viðtal má finna á ruv.is)

að lokum þetta, ótengt en samt alls ekki: ef einhver hefur látið pistil dr. gunna aftan á fréttablaðinu í dag framhjá sér fara, hvet ég viðkomandi til að finna blaðið og lesa. reyndar mega sumir lesa pistilinn oftar en einu sinni. og sumir mega gjarnan eyða öllum deginum í að lesa hann og spá og spöggulera í kjarna hans.

ef einhver er langt frá því að vera hálfviti, þá er það dr. gunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Doktorinn á það til að stinga á groddalegustu kýlum og kann að koma orðum að því sem mörgum, ef ekki flestum, er ofarlega í huga og langar til að segja.

Skál fyrir því.

Heiðar Birnir, 13.9.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband