leitið og þér munuð finna

buxurþað er ýmislegt að skila sér í þessu pakkeríi mínu, sumt þó miður seint. djúpt inni í skáp, djúpt djúpt mjög djúpt fann ég buxur, ekki bara einar heldur fleiri, nánast ónotaðar, á ört vaxandi dóttur mína. ekki séns að hún noti þær úr þessu. ég ætla ekkert að ljúga því að barnsmóðir mín hafi hoppað hæð sína af kæti þegar ég færði henni þetta í poka. og ég átti vissulega skilið augnaráðið sem hún gaf mér.

svo er fleira, nokkuð skemmtilegra. ég fann minnismiða. þar hafði ég hripað tilvitnun í hunter s. thompson, og fyrir neðan hana tvær stuttar setningar á ensku eftir sjálfan mig. eitthvað sem ég hafði líklega hugsað mér að geyma fyrir tilvonandi stórvirki mín. fyrst gef ég hunter orðið:

Life should be made as difficult as possible... so that the victims might develop more character.

mínar setningar get ég ekki útskýrt, enda hugsunin sem þeim fylgdi annað hvort flogin út í veður og vind eða búin að hreiðra um sig djúpt í undirmeðvitundinni og leitar þar hljómgrunns. 

If there wasn't a kiddo freak there wouldn't be a beater.

og svo þessi:

He is such a perfect first husband... 

jæja. áfram held ég. carpe diem þýðir "njóttu dagsins" ekki satt? en hvernig segir maður "notaðu daginn" á latínu? mig vantar svoleiðis frasa til að tattúvera á ennið á mér... öfugt býst ég við svo það lesist rétt í spegli. ótrúlega kúl.

góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband