11.9.2007 | 11:11
skatthús og salerni
fyrir stuttu þurfti ég að eyða stund í tollhúsinu í tryggvagötu að redda skattamálum. ég fór á milli hæða og hitti mann og annann, því þetta gat auðvitað ekki verið einfalt. og ég segi það satt: skjótið mig frekar en að neyða mig til að dvelja þarna inni heilan dag!! loftið, lyktin, mubblurnar (ótrúlega mikið moskva 1980), stemmingin, skatturinn... öhhhöhhhöhhh!
tilhugsunin ein um slíkt sem refsingu fær mig til að vera heiðarlegur allt fram í fingurgóma. uppmálaður. ég stoppa bílinn alltaf á ljósum, því þó þau séu græn þá gæti rauða verið að nálgast. þau eru svo ófyrirsjáanleg þessi umferðarljós. pissa bara á leyfilegum stöðum, og ef ekkert salerni er nálægt pissa ég bara í buxurnar. það þornar.
þá er nú til dæmis skemmtilegra það sem ég á að vera að gera akkúrat núna. að pakka. flytja. það er gaman.
vá hvað það er gaman.
gamangamangamangaman.
veit ekki... virðist ekkert vera að virka að segja hlutinn nógu oft.
berlínberlínberlínberlín.
ok. nú er þetta að virka. farinn að pakka.
Athugasemdir
svo þegar maður er búin að pakka þá er það bara að þrífaþrífaþrífa...allt betra en skatturinn!
Maren, 11.9.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.