berliner zeit

berlin 1það er ekki seinna vænna fyrir mig að fara að fókusera á tilvonandi dvöl mína úti þar, tímabilið sem í listasögubókum framtíðarinnar verður útlistað undir fyrirsögninni berlínartíminn. það eru aðallega hin praktísku mál sem liggja fyrir að svo stöddu. pakka niður búslóðinni og koma henni fyrir á góðum stað. 

annars er ég langleiðina búinn að kaupa mér íbúð í hafnarfirði, "með fyrirvara um greiðslumat" sem stendur víst í öllum kaupsamningum núorðið. nei, þetta er ekki íbúðin sem ég gerði munnlegt tilboð í fyrir nokkru, eigandinn á þeim bæ hló að hugmyndum mínum um verð, svo ég þakkaði pent og komst umsvifalaust að þeirri niðurstöðu að það hús hentaði hvort eð er engan veginn sem framtíðar dvalarstaður fyrir mig og mín. í staðinn fann ég aðra, og um leið og hún er endanlega negld og orðin opinberlega og löglega mín, er ég vís með að birta hér mynd. er satt að segja afar stoltur og glaður með hana.

ég hef sett á blað tvær reglur sem ég hyggst reyna að fara eftir í sköpunarstörfum mínum í berlín. læt þær flakka hér fyrir þá sem einhvern áhuga hafa á slíku.

1) ekki huxa minimalískt, huxa stórt.

2) ekki huxa skipulagt, huxa kaótískt. 

varðandi síðustu færslu vil ég biðja mína nánustu vini að hafa ekki miklar áhyggjur. þar er ég að tala um "mistökin". þau voru nú ekki upp á líf og dauða. og satt best að segja, eftir að ég hef haft tíma til að hugleiða þau frekar, er ég ekki viss um að ég hafi í raun gert mistök. jafnvel voru það mistök að kalla þetta mistök. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Víkingur.. þú sigrar heiminn!

Berlínartíminn :)

knæus

Eva Signý (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband