31.8.2007 | 09:17
meiri ást
söngleikurinn ást hefur aftur göngu sína í kvöld. gaman að því. ég er búinn að tilkynna leikhúsinu um brotthvarf mitt í lok september en hef að svo stöddu ekki hugmynd um hver tekur við. dágóður slatti af sýningum áður en ég fer og ég tek eins mikið af þeim og ég get.
þetta er eitt af því sem ég á eftir að sakna talsvert mikið, að leika í ást. hópurinn einstakur og stemmingin góð. ég er yngstur, grallarinn í hópnum. öllum finnst ég voða sniðugur, konurnar klípa mig í kinnarnar og gefa mér súkkulaðirúsínur. bara frábært.
annars var ég áðan að leiða hugann að því hvað ég ætti að gera um helgina. heyrði þá í útvarpinu að byrjað er að auglýsa eftir lögum í júróvísjón. ég ætla að búa til eins og eitt lag, og texta við. gott ef ég á ekki eftir að syngja það sjálfur. svo vinn ég. og fer fyrir hönd þjóðarinnar til... veit ekki. hver vann í ár?
núna er maður að láta draumana rætast.
verða júróvísjón stjarna.
ég sé þetta alveg fyrir mér.
Athugasemdir
Manstu eftir trommuhljómsveitinni í hlöðunni heima á Ármúla, fyrir einhverjum 25 árum síðan... Þú, ég og Einar P. Sungum um köttinn Alfreð og sjálfsagt eitthvað fleira.... go for it. Þú ert fæddur Júróvísjón stjarna. Ert bara að uppgötva það fyrst núna.
Ég hlakka til að sjá ást.
Ást.
Heiðar Birnir, 31.8.2007 kl. 10:50
Já, Júróvisionstjarna segirðu...ef það verður raunin þá ætla ég að panta að fá að sauma á þig keppnisgallan.... Ég er að hugsa leður...er með réttu samböndin þar sko..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 31.8.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.