púsl

ok. eftirfarandi er viðkvæmt, og kemur í raun engum við nema þeim sem hlut eiga að máli. þetta er þó orðið opinbert og ekki snúið til baka með það. ég er að tala um barnsfaðernismál lúðvíks gizurarsonar. kurl virðast komin til grafar í því máli.

það sem stakk mig voru ummæli eins af afkomendum hermanns, en dóttir hans lét hafa eftir sér í gær að það væri hneisa að ráðast á æru látins manns með þessum hætti. ef þessu skeyti er beint að lúðvík sjálfum, finnst mér það ósanngjarnt.

höfum eitt á hreinu. lúðvík er án efa ekki að standa í þessu að gamni sínu. sjálfur er hann, kominn á efri ár, í leit að mikilvægum sannleika. og hann hefur ekkert annað en fullan rétt á því. myndin er ekki heil nema að allir kubbarnir séu til staðar.

ég þekki persónulega til fólks sem leggur á sig sömu leit og lúðvík. hann er þó það heppinn að vita hvar hann átti að leita. það er erfitt fyrir þá sem ekki standa í þessum sporum að átta sig á þeim áhrifum sem hin týndu púsl geta haft á sálartetrið.

hins vegar má hiklaust gagnrýna að þetta þurfi að vera fjölmiðlamál, og þar á dóttir hermanns og allir hennar ættingjar samúð mína alla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála... þér s.s

Hulla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband