tilboð

ég gerði munnlegt tilboð í íbúð í morgun. soldið sérstakt, ég veit. en svona var þetta: ég hringdi í fasteignasalann, sagðist ætla að gera tilboð. hann sagði "gott hjá þér" og spurði um upphæðina. ég gaf honum hana. hann fékk hjá mér símanúmer og netfang. sagðist hafa samband. síðan hefur harla lítið gerst. 

honum hefur etv fundist upphæðin svo hlægileg að það væri sóun á bleki að koma einhverju á blað.

ég bíð við símann.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Þetta á allt eftir að ganga...efast ekki um það . Hann var kannski bara svona hissa að þú værir að gera tilboð í íbúð í Hafnarfirðinum?

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.8.2007 kl. 19:18

2 identicon

Ég hef tvisvar keypt hús og í bæði skiptin með munnlegu tilboði.
Í seinna skiptið sagði fasteignasalinn mér að ég væri með dónalega lágt tilboð og að frúin sem ætti húsið mundi ekki svara tilboðinu.
8 dögum seinna skrifaði ég undir :)
Þannig að allt er hægt.
Knús á þig Moli...

Hulla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband