til vinnu

sumar 2007-myndir 048fyrsti skóladagur í dag. og eins mikið og það er búið að bölva því á mínu heimili, var sonur minn merkilega hress í morgun og gott ef ekki örlítill vottur af tilhlökkunarglampa í augunum. hann myndi þó aldrei viðurkenna slíkt. kannski eins gott að hann les aldrei það sem faðir hans lætur út úr sér hér. væri vís með að leggja fram kæru fyrir opinberan tilhæfulausan þvætting.

börnin farin að sinna sínu. og sama má segja um þá eldri, allt sumarfrí og hopp og hí og trallala á enda. ég hef heyrt um fleiri en einn og fleiri en tvo sem finnst fjandanum erfiðara að mæta til vinnu eftir fríið. og ekki af því það er svo gott að vera í fríi, heldur vegna þess að það er svo óhemju leiðinlegt í vinnunni. 

ég óska öllum gleðilegrar endurkomu til vinnu og vona að sem allra flestir séu að fást við störf sem þeim finnst skemmtileg. við hina segi ég það sama og ég segi við son minn: töff sjitt. en það er alls ekki svo langt til jóla.

meðfylgjandi mynd er eftir sjálfan mig. hverjum og einum er frjálst að setja sitt inn í hugsanablöðruna. myndin er mjög meðvitað í þessum barnalega stíl, soldið sona eins og 4 ára krakki að teikna. það er hérna... skal ég ykkur segja... konseptið sem ég er að vinna með um þessar mundir. 

takk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég vona nú að haustið færi þér eitthvað smá hopp og hí og trallala....örugglega fullt af svoleiðis í Berlín

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.8.2007 kl. 11:59

2 identicon

konseptið sem þú ert að vinna með?

hahaha...kannt bara ekki að teikna addna!

knús from the hills:)

siljarut (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband