23.8.2007 | 00:33
strætó
"Í vetur verður frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema. Nú geturðu lesið blöðin, sötrað kaffi, fundið ástina, eignast vini eða fengið góðar hugmyndir á leiðinni í skólann. Allt frítt." Úr auglýsingu á rvk.is/betri straeto.
hér á landi þarf massífa auglýsingaherferð til að hvetja námsmenn til að parkera einkabílunum og nota strætisvagna til að komast leiðar sinnar.
það þarf að ginna okkur í strætó. með ráðum og dáðum.
skyldu strætisvagnar höfuðborgarinnar aka fleirum en fólki af erlendu bergi, á sinn ákvörðunarstað komandi vetur?
þetta verður fróðlegt að sjá.
Athugasemdir
Ég held að þessi mynd sé af fólki að reyna að komast úr Hafnarfirði..
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 23.8.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.