ljóð

hundureinu sinni orti ég ljóð. ég rakst á það í skjölum áðan. og af engri sérstakri ástæðu verður þetta ljóð færsla dagsins.

hugur minn er hundur í bandi

hugur minn er hundur í bandi

 

áður vorum við báðir

bundnir í sitt hvoran endann  

hvert sem hann fór þar fór ég

hann leiddi mig á vonda staði

dró mig í skuggasund

 

þá hélt ég að við værum

einn og sami hundurinn

nú veit ég að ég er maður

ég er laus úr ólinni

 

ég fer með hundinn minn í garðinn

leysi hann og leik við hann  

við veltumst í grasinu

svömlum í vatninu

pissum á trén  

 

stundum er hann ekki húsum hæfur

hundurinn minn

þá set ég hann út fyrir

tjóðra hann fastan og skil eftir einan

 

ýlfrið leggst á brjóst mitt

ég leggst út af og reyni að sofna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband