berlín

jfk berlinhér með geri ég heyrinkunnugt að seinnipartinn í september flýg ég af landi brott og heiðra berlínarborg með nærveru minni. þar mun ég dvelja fram í miðjan desember.

öll nauðsynleg leyfi hafa verið veitt. mikilvægast þeirra var gó frá syni mínum, sem finnst þetta uppátæki mitt ekkert tiltökumál. 

ef einhver hefur í hyggju að spyrja: "og hvað ætlarðu að gera þar?" bið ég viðkomandi að láta slíkt eiga sig.  eins og er hef ég ekki svar á reiðum höndum. enda hendur mínar allt annað en reiðar, þær eru jafn ofboðslega glaðar og aðrir líkamspartar mínir, fullir tilhlökkunar og spennu.

ég læt mig dreyma um að ná að festa kaup á íbúð áður en ég fer út. í hafnarfirði að sjálfsögðu, þarf ekki að taka það fram. til dæmis væri ég aldeilis til í þá sem ég skoðaði í dag. heilagur skratti hvað hún væri tilvalin.

já.

um það bil þetta í fréttum helst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Bara muna að blikka og vera í þröngum gallabuxum...og já með gullkeðjuna...getur ekki klikkað

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.8.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Nú líst mér á drenginn.  (þ.e. að flytja til Berlínar, ég kýs að tjá mig ekki um Hafnarfjörð)  Ég mæli sérstaklega með leikhúsinu þar, því leikhús í Berlín er viðbjóður. Allir að kúka og pissa á hvorn annan, hellandi málningu yfir sig og talandi á óskiljanlegu máli.  Snilld.

Vignir Rafn Valþórsson, 22.8.2007 kl. 02:01

3 identicon

Í Berlín er örugglega fínt að gera eitthvað eða ekki neitt. Þú átt pottþétt eftir að skemmta þér konunglega.  En ég veit ekki alveg með að kaupa sér íbúð í Hafnarfirði... Hljómar ekki eins og gáfuleg fjárfesting.

Adda Rut (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband