13.8.2007 | 09:45
mótorhjól
kannski er þetta ekkert til að hlæja að. samt finnst mér þetta fyndið. eiginlega mjög fyndið. nýja trendið, nýja varan til að eyða peningunum, sem maður á eða á ekki, í.
mótorhjól.
ólíklegasta fólk er komið á mótorhjól. mótorhjól, eru af einhverjum undarlegum ástæðum, málið í dag. og við erum ekki að tala um neinar druslur. glænýtt úr kassanum, annars bara að sleppa því sko. og nýr galli. og hjálmur náttulega.
og svo bara að taka rúntinn með félögunum.
ég hef velt því fyrir mér hvað hinir gallhörðu hafa um þetta að segja. það er náttulega ekki verra að fá fleiri með sér í lið. hefja þessi glæsilegu farartæki til vegs og virðingar. en ætli þeir fagni öllum þeim nýju félögum sem eru mættir á sínum glænýju glansandi harley davidsonum niður á ingólfstorg til að tékka á stemmingunni?
snigill og kauphöllin í faðmlögum?
snigill og kauphöllin í sleik?
ha?
sjálfur átti ég 50 kúpeka súkku þegar ég var 15 ára. hún var ekki í toppstandi, meira svona að bila oftar en ekki, og ég auðvitað enginn maður í að gera við. þetta sagði hún móðir mín mér áður en að kaupunum varð. hún varaði mig við. en þegar maður er 15 á maður ekkert að hlusta á foreldra sína. ja, nema maður heiti tómas og sé víkingsson. þá á maður auðvitað að hlusta vel og vandlega á hvert orð. held reyndar að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að minn kaupi sér mótorhjól. veit ekki... hann er bara ekki alveg sú týpa.
en alla vega, súkkan endaði inni í skúr og síðan man ég bara ekki hvað varð um hana. og ég ákvað að ég á mótorhjóli væri ekki málið. líklega er ég ekki sú týpa heldur.
ég er kúl. en öðruvísi kúl en mótorhjólakúl. mér hefur nefnilega alltaf fundist mótorhjól soldið kúl, og þeir sem þeim ríða oft þokkalega kúl.
en núna, eins og staðan er, finnst mér mótorhjól ekkert sérstaklega kúl. mér finnst þetta bara soldið hlægilegt.
og á samt kannski ekkert að vera að hlæja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.