sófi

sófiþetta er enginn hver annar sófi. þetta er sófi móður minnar. ég svaf í honum síðastliðna nótt. sonur minn rak mig að heiman fyrir dólgslæti...

nei, sannara er að ég flúði dólgslæti hans og félaga hans sem fékk að gista. hellirinn er bara ekki nógu stór fyrir einn fullorðinn strák og tvö unglingsgerpi og alla þá prumputáfýlu sem þeim fylgir. alltso unglingsgerpunum, ekki fullorðna stráknum. svo ég gaf pláss mitt eftir. og fór til mömmu. svaf í sófanum.

og þetta er enginn hver annar sófi, heldur sá allra allra þægilegasti sófi sem ég hef komist í tæri við. hann er svo þægilegur... að það er bara ekkert annað en dásamlegt að liggja í honum. svo sakar ekki að hann er í stofunni hjá mömmu.

mér finnst gaman að kalla hluti nöfnum. mig langar að skíra sófann darra, en ég veit ekki hvort góðvinur minn, sem heitir einmitt darri, kunni að meta það.

í staðinn kalla ég hann framvegis alfreð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

alfreð já...bíður eiginlega upp á misskilning..."Hvar svafst þú í nótt?"..."á Alfreð..hann er svo þægilegur". "Gott að kúra á honum"

Einhvernveginn finnst mér að þessi sófi sé frekar "Soffía"...veit ekki afhverju..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 9.8.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

pæling. mér finnst alfreð bara eitthvað svo vinalegt. og sófinn er sannarlega vinur minn. og eins ídealt og soffía hljómar, þá spillir fyrir að ég hlustaði ofboðslega mikið á kardemommubæinn í æsku.

Víkingur / Víxill, 9.8.2007 kl. 00:21

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Alfreð minnir mig á vinnumanninn í Emil í Kattholti. Ég hlustaði mjög mikið á það í æsku...og reyndar Kardemommubæinn líka . Ég held reyndar að Soffíu nafnið hafi komið vegna þess að sófinn er rauður og mér finnst Soffía vera rautt nafn.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 9.8.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband