ég þá og nú

ég kem allgóður undan sumri, gott ef ekki bara soldið feitur og pattaralegur. "undan sumri" leyfi ég mér að segja því hvað sem tautar og raular þá er farið að skyggja á kvöldin og, já, þessu fer senn að ljúka. haustið býður óþreyjufullt eftir græna kallinum.

ég er nokkurn veginn enn á sama stað. einhleypur faðir í kjallaraíbúð í hafnarfirðinum. góður maður kallaði húsakynni mín helli. nafngiftin er alls ekki fjarri lagi. hér er yfirleitt dimmt, þrátt fyrir að sólin skíni og skíni úti fyrir. mér finnst gaman að kalla hluti nöfnum og hér eftir, eða þangað til ég flyt héðan út, sem vonandi verður fyrr en síðar, heitir íbúðin mín hellirinn.

ég hef brallað eitt og annað síðustu vikur og mánuði. fór í góða ferð vestur á firði með krökkunum mínum, bónaði gólf, fór austur á seyðisfjörð og tók í þriðja sinn þátt í þeim magnaða fagnaði LungA, mér til ómældrar ánægju, bónaði gólf, fór í frí vestur í húsafell með móður minni, bróður og börnum. síðustu tveimur dögum hef ég svo eytt suður á beisinu í keflavík, þar sem ég lék í stuttmynd eftir þann mikla snilling rúnar rúnarsson (tilnefndur til óskars fyrir Síðasti bærinn.) um hlutverk mitt þar ætla ég ekki að fjölyrða, ég er vondur maður og geri vonda hluti. alltso persónan mín í myndinni. ekki ég sjálfur auðvitað. alls ekki.

ég hélt að öppdeit á högum mínum tækju meira pláss, en svei mér ef ég hef ekki sagt það sem ég hef að segja. um það liðna. ef einhver spyr sig hvað þetta "bóna gólf" á að þýða, er til að svara að svarið kemur síðar. komandi framtíð mín er í lausu lofti. ég hef í kollinum ýmsar hugmyndir um hvernig ég hyggst eyða tímanum fram að jólum. þeir sem þetta lesa fá þó ekki að vita fyrr en ég hef tekið einhverjar ákvarðanir í þeim efnum.

ég ætla auk þess ekkert að vera að nefna þær hugmyndir sem ég hef um þetta blogg, nýja framhaldssögu, ýmis konar hjáleiðir, eitt og annað sem kemur þegar það kemur.

lífið er skemmtilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara búið að vera nóg að gera hjá þér... Gott samt að þú ert kominn tilbaka...
Og já, lífið ER skemmtilegt.
Knús héðan

Hulla (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband