8.6.2007 | 11:13
þrátt fyrir allt
ég get ekki ímyndað mér að ég sé sá eini sem huxar: stúpit stúpit stúpit... ólýsanlega stúpit!! þegar ég heyri minnst á "eldflaugavarnarkerfið" sem minn heittelskaði bush hefur verið að ræða um upp á síðkastið. og svo byrjar minn ástkæri putin í kjölfarið að tala um endurvakningu kalda stríðsins og ég veit ekki hvað og hvað og ég huxa: er ekki árið 2000 og fokkings 7?? eldflaugafokkingsvarnarkerfi?? til hvers í alveröldinni? hvaða hugsanlegum tilgangi á slíkt að þjóna?
þarf ekki bara að fara að taka þennan valdamesta mann jarðarinnar, þennan sesar hins nýja rómarveldis og rassskella hann á beran bossann opinberlega. nei... það myndi víst litlu breyta býst ég við.
þrátt fyrir að ég noti ljót orð hér að ofan ber ekki svo að skilja að strákurinn sé þungur í skapi. síður en svo. ég er kominn heim og tók soldið af sólinni með mér. ekkert að þakka. og ég á tvær sýningar eftir af ÁST en að öðru leyti kominn í sumarfrí þangað til í júlí og ætla að sinna börnum og búi. og ég er spriklandi hress og kátur.
ÁST hættir fyrir fullu húsi. rúmlega 30 sýningar pakkfullar. þeir sem ekki hafa séð þurfa ekki að örvænta, við höldum áfram í haust.
sól.
Athugasemdir
Ást er frábær sýning...mæli með henni
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 10.6.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.