24.5.2007 | 10:45
endurmenntun

í gær var það svo stjörnufræði, ekki stjörnuspeki, heldur stjörnufræði. staðreyndirnar. staða hnattanna, stærð og þyngd, innri og ytri reikistjörnur, sólmyrkvi og tunglmyrkvi., smástirnabelti, halastjörnur, geimgrýti og geimsteinar.
vissuði til dæmis að hringirnir í kringum satúrnus eru að mestu gerðir úr misstórum ísögnum?
hluti af gærdegi og gærkvöldið fór semsagt í að aðstoða soninn, undirbúa hann fyrir prófið sem hann situr sveittur við að leysa í þessum rituðum orðum.
mér fannst magnað að rifja þetta upp.
og eftir á hugsaði ég, sannfærðari en áður: guð er til!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.