minning um mann

um síðustu helgi fór ég í sund. þar sá ég mann sem mér fannst ég kannast við. hann var þarna með konu sinni og börnum. ég var strax nokkuð viss um að þetta væri gamall skólafélagi frá heimavistinni fyrir vestan. hann leit ekki á mig, virtist ekkert tengja, enda þekktumst við lítið sem ekkert þótt við værum saman í skóla. hann var að mig minnir tveimur bekkjum á eftir mér. 

rétt í þessu var fleira að rifjast upp fyrir mér. þessi strákur átti ekki sjö dagana sæla. hann þekkti fáa og hélt sig til hlés. en þrátt fyrir að gæta þess að abbast ekki upp á nokkurn mann og reyna að vera ósýnilegur losnaði hann ekki við aðkast frá samnemendum. hann hlaut viðurnefnið "lúsífer brælon".

ég ætla ekki að hvítþvo mig. þótt ég hafi aldrei startað árásum sem þessum, tók ég þátt í þeim. af því ég var hræddur og fannst betra að hanga í vinningsliðinu, burtséð frá því hvaða karaktera það hafði að geyma. um það er ég sekur.

ég man ekki rétta nafn þessa manns. ég óska honum alls góðs. megi honum farnast vel og eiga hamingjuríka ævi.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lúsifer brælon!! hahahahahahahahahah

hlynur (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband