svo fór

og þannig fór það svo...

á leið til vinnu seinni partinn í dag heyrði ég talað við forystumenn flokkanna. og ég sver það, það var að heyra á jóni sigurðssyni að það kæmi til greina að halda meirihlutasamstarfi áfram!! eftir allt sem hann lét útúr sér síðastliðna nótt, eftir það sem snúlla sagði um daginn, eftir það sem aðrir framsóknarmenn hafa látið í veðri vaka, nefnilega að það sé út í hött að halda áfram eftir þetta afhroð, og með ekki meira fylgi á bak við sig og raunin er, hljómaði jón eins og þetta væri raunhæfur möguleiki í stöðunni. "ríkisstjórnin heldur þrátt fyrir allt velli..." og eitthvað bledible. nú er ég ekki alveg viss, en er umræddur jón ekki einmitt einn af þeim sem féll af þingi?

hvað um það... nú hætti ég að tala um pólitík. sorrí fóks ef ég hef með skrifum mínum þess efnis verið að drepa ykkur lifandi. 

eldeldsnemma í fyrramálið fer ég vestur á snæfellsnes í tökur og kem ekki heim fyrr en seint á fimmtudag. það verður lítið um blogg á meðan, lítið í merkingunni ekkert.

svo mæti ég hress. vonandi með skemmtilegar myndir og svona.

hagið ykkur almennilega á meðan!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband