hjól, heiðar og framtíðin

maður getur ekki annað en dáðst að því fólki sem af elju tekur þátt í "hjólum í vinnu" átakinu sem stendur yfir um þessar mundir. víðast hvar eru aðstæður til hjólamennsku verri en engar og fólk beinlínis að leggja líf sitt og limi í hættu með athæfinu. veðrið er þó búið að vera nokkuð gott. rok og rigning í pásu, vonandi sem allra lengst. og heiðar minn, þú lofar mér að fara varlega elsku kallinn!

það er komið að kántdáni í kosningar og lokasprettur hafinn. við vinstri græn erum langt því frá eins og hjólreiðafólk að böðlast með herkjum til vinnu með storminn í fangið (þokkalega flott tenging). nei ó nei. meðbyrinn er mikill og við bjartsýn og hress. tími breytinga er að renna upp!

en það má ekkert slaka á. við íslendingar erum heimsmeistarar í gleymsku og stundum eins og ekki sé til neitt langtímaminni í höfðum okkar. stjórnarflokkarnir eru líka afar snjallir í að kasta ryki í augu, ekki síst blessaður framsóknarflokkurinn sem á einhvern undraverðan hátt nær alltaf að opna lokið á líkkistunni og skrönglast upp úr, til þess eins að halda áfram að klúðra.

nú ríður á að muna!

græn framtíð!

velferð fyrir alla!

GERUMEDDA!! 

X-V


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Ójá, geri það.

Heiðar Birnir, 8.5.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband