3.5.2007 | 11:06
dagurinn hennar mömmu
manneskjan sem ber ábyrgð á þessu öllu saman á afmæli í dag. mamma mín. það hvarflaði að mér að skella mynd af henni með færslunni. en svo hætti ég við, af því ég veit að mamma mín yrði ekkert hrifinn af því. ekki það að hún lesi þetta blaður mitt. mamma mín veit hvað internet er, en hvernig á að komast þangað er henni hulin ráðgáta. og það er ekkert að skemma fyrir henni daginn. hún hefur hingað til komist af án tölvu og nets og allra þeirra stórkostlegu möguleika og afþreyingu sem það býður upp á. frekar grípur hún í góða bók. það lesa fáir jafn mikið og hún mamma mín, og úrvalið er alhliða. rauðar ástarsögur renna niður með því sem kallað er af þeim sem þykjast vita meira en aðrir "heimsbókmenntir" og "stórvirki". mamma les þetta allt.
bókaáhugi minn er etv. frá henni kominn. svo mikið er víst að ekki erfði ég athyglissýkina frá þessari hógværu konu. en ég er viss um, af því ég veit fyrir víst að ég hef ýmislegt gott til brunns að bera, að margt af því fékk ég frá henni.
mamma mín er góð kona. ég elska hana mjög mikið.
þótt þú lesir þetta ekki: innilega til hamingju með daginn. sjáumst á eftir.
Athugasemdir
Ótrúlega falleg færsla :) Til hamingju með hana mömmu þína! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.5.2007 kl. 11:55
Þú átt nú líka bestu mömmu í heimi.
Heiðar Birnir, 3.5.2007 kl. 12:02
Til hamingju með hana mömmu þína:)
Efast ekki eitt augnablik um að hún sé best. Hef lesið mér aðeins til um konur fæddar í þessu merki, og þær hreinlega bera af öðrum konum.
Hafðu það gott í dag strumpur.
Knús og kossar héðan...
Hulla (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:25
Hjartanlega til hamingju með mömmu þína Víkingur, hún er örugglega besta mamma í heimi. Ég held raunar að flestar mömmur séu bestar í heimi. Mín var það.... og er.... þó hún hafi horfið yfir móðuna miklu 6. febrúar sl.... mjög skyndilega... Nú situr hún austan við sól og sunnan við mána, ásamt formæðrum okkar og gefur okkur gætur..... Hún var naut, eins og mamma þín, hefði orðið 81s 14. maí..... Ég veit að hún bímar til okkar vinstri-grænna á kjördag þ. 12. maí, það gerir mamma þín auvitað líka.... bestu mömmur í heimi.... Vg-knús Kolla
Kolbrún Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 18:51
Til hamingju með mömmu þína vinur.
En hvaðan kemur þá athyglissýkin? Bara almennur vestfirskur hressleiki?
Maja (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.