30.4.2007 | 12:16
bíó
ég er búinn að vera á leið í brúðkaup úti í sveit alla helgina. ekki enn kominn á leiðarenda. nánari útskýring: ég er að taka þátt í mjög spennandi pródjekti, fer með hlutverk í kvikmynd í leikstjórn valdísar óskarsdóttur, sem til þessa er þekktust fyrir klippisnilld sína (tilnefnd til óskars fyrir eternal sunset for a spotless mind). helgin búin að fara í þetta, fyrir utan kvöldin sem fóru í ást, og næturnar sem fóru líka í ást. dagana 14-18 maí heldur svo kast og krú á snæfellsnes þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horfið í gær. skemmtilegt!
dagurinn í dag býður upp á rólegheit, dóttir mín tók sér frí frá skóla, búin að vera að hósta soldið hressilega alla helgina og við ákváðum í sameiningu að hún yrði heima og reyndi að ná þessu úr sér. sonur minn hins vegar óhress með að vera við hestaheilsu og fá ekki fríið líka. góð heilsa er að hans mati gróflega ofmetið fyrirbæri.
og á morgun er 1. maí.
og það styttist í kosningar. rétt að ítreka hér að lokum mikilvægi þess að kjósa rétt. það er kominn tími á breytingar, framtíðin þarf að bera í skauti sér nýja tíma. og þeir tímar fylgja ekki þeim flokkum sem nú eru við völd!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.