26.4.2007 | 10:02
það sem sagt er...
ég er kominn heim. og á meðan ég var í burtu var flagginu augljóslega formlega veifað og flokkarnir brunuðu af stað. auglýsingaholskeflan... úffúffúff. ég veit ég ekki að segja þetta, verandi í framboði og svona. en eitthvað finnst mér þetta alltaf ógeðfelt, get ekki að því gert. ég er líklega ekki upprennandi stjórnmálamaður (takið eftir að ég nota ekki orðið aldrei, af því að það orð hefur ekki tilverurétt).
á risaplagati sem blasir við þegar maður ekur inn í þann fagra bæ hafnarfjörð má sjá frambjóðendur sjálfstæðisflokksins uppstillta og brosandi og fyrir ofan stendur: NÝIR TÍMAR!
nýir tímar? kommonn! meira að segja framsóknarmönnum datt ekki slík hræsni í hug. þeir keyra á ÁFRAM ÁFRAM, BREYTUM EKKI! eða eitthvað í þá veru. það verður að teljast nokkuð heiðarlegt.
hvernig í ósköpunum gæti það að fá yfir sig sjálfstæðisflokk, sem í ÖLL þessi ár hefur ráðið hér ríkjum, hvernig í alveröldinni á það að geta markað NÝJA TÍMA?
nýjan hugmyndasmið. þessi er ekki að vinna fyrir laununum sínum.
Athugasemdir
oh, já svo pirrar framsóknarflokkurinn mig svo mikið "ekkert stopp" hver er að tala um að allt stöðvist þá að stóriðjuframkvæmdir stöðvast? Asnar!
ingveldur (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.