amsterdam I

það er satt sem sagt er um þessa borg. hún er frábær.

þetta fer allt eftir andrúmsloftinu. stemmingunni. tjillinu. amsterdam virkar vel á mann, og til þess þarf maður alls ekki að hafa stigið inn á eitt af hinum fjölmörgu "coffee shops" og fengið sér eina feita. hér er líka komið vor. alvöru vor þið vitið, svona vor sem kemur einhvern veginn aldrei á íslandi, svona vor sem við köllum ótrúlega vel heppnað sumar hjá okkur. gærdagurinn fór í rölt. við fengum frí allan daginn þar sem verið var að sýna óperu um HERKÚLES á sviðinu okkar.  við erum mjög vel staðsett, hótelið miðsvæðis og tveggja mínútna labb í leikhúsið. getur ekki verið betra.  

í dag rennum við klukkan 14.00 og fyrsta sýning er klukkan 20.15 í kvöld.

ég er soldið að taka hérlenda út, reyna af minni alkunnu glöggskyggni að átta mig á þessari þjóð. gott ef það kemur ekki skilgreining næstu daga. já og myndir ef ég er heppinn. ég er búinn að taka fullt af myndum. ætlaði reyndar að láta nokkrar fylgja með þessari fyrstu færslu af hollendskum vettvangi en tæknin er að stríða mér og myndirnar neita að koma inn.

það gengur bara betur næst.

þetta er víkingur kristjánsson í amsterdam.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bloggið er búið að vera í vitleysu og það að þú komir ekki inn myndunum skrifast örugglega bara á það.

Verður gaman að sjá hvernig þú upplifir Amsterdam! Njóttu veðursins. Það er svipað hérna megin..bara guðdómlegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband