15.4.2007 | 10:08
it's an imac
ég og barnsmóðir mín, og hennar maður, vorum soldið grand á því og gáfum tómasi tölvu í fermingargjöf. imac, eins og þessa hér til hliðar. týpan var uppseld fyrir daginn stóra en kom í hús í gær. skjárinn svo stór að það er á mörkunum að hann komist fyrir í stofunni.
ég er búinn að vera að leika mér aðeins í morgun, skoða gripinn, taka hann út. nota tækifærið meðan unglingurinn hrýtur. og heilagur skratti, ég segi ekki annað (viðeigandi orðalag eða hitt þó heldur). þetta er geðveik græja!
ég þarf víst ekki lengur að hafa áhyggjur af því að litla tölvunefnan mín verði fyrir misnotkun í tíma og ótíma. spurning hvernig henni líður greyinu, núna þegar nýtt afkvæmi er komið inn á heimilið. henni getur varla liðið vel. ég meina, mig langar ekkert að eiga hana lengur... mig langar í svona eins og tómas á!
nú skiptir máli að fresta flutningi í stærra og betra húsnæði eins lengi og hægt er. því þegar við flytjum fær tómas sérherbergi og makkinn verður náttulega þar, sem er auðvitað algjört rugl, svona fallegur gripur er ekkert annað en stofustáss!
flýg til amsterdam eldsnemma í fyrramálið. millilending í kjöben.
ferðasagan dokkjumenteruð sem mest ég má. stei tjúnd.
Athugasemdir
Heilagur Makki. Hafðu það gott í Amstúrdammi.
Heiðar Birnir, 15.4.2007 kl. 10:13
Hey góða ferð, góða skemmtun og gangi ykkur vel í Amsterdam!!
berlgind (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.