12.4.2007 | 10:06
flens
mér er farið að líða eins og persónu í sælir eru einfaldir e.gunnar gunnarsson. annar hver maður rúmliggjandi og allt í hönk. ok, ástandið kannski ekki jafn ískyggilegt og þegar spánska veikin herjaði, en mér finnst bara svo kúl að vísa í stórbókmenntir og þykjast víðlesinn (nb. ég er náttulega ekki búinn að lesa umrædda bók, man bara sirkabát um hvað hún er. hvað maður kemst langt á kjölfræðinni...)
ég stend enn heill heilsu. mæli með lýsi á hverjum morgni, tekur alls ekki meir en 10 sekúndur að innbyrða sem samsvarar einni matskeið - þótt jón atli segi okkur í auglýsingunni að það taki 15. svo er ég farinn að taka omega-3 olíuna líka. spurning hvar þetta endar. já, og svo er líka gott að banka þrisvar í spýtu.
æfingar á hinu nýja verki hafa legið niðri eftir páska vegna veikinda. um er að ræða nýtt leikrit eftir björn hlyn vin minn, frumsýning áætluð í haust.
ég sýni ást um næstu helgi og á mánudagsmorgun flýg ég til amsterdam, hvar ég mun dvelja í rúma viku og sýna með félögum mínum woyzeck. ég hef aldrei komið til amsterdam og hlakka til. borgin ku vera mjög falleg og skemmtileg. tek myndavélina með mér. hef fengið staðfest að á hótelinu sé þráðlaust net á herbergjum svo ég get skellt upplifun minni hér á síðuna.
og... já. ðets abát itt for ná.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.