fyrirlestur í sölumennsku

vá, ég sá í fyrsta sinn í gær sjónvarpsmarkaðinn nýja (eða er hann kannski búinn að vera lengi í gangi?), hið svokallaða vörutorg. þetta er náttulega tótallí frábært dæmi, ég var bara búinn að gleyma hvað svona er skemmtilegt sjónvarpsefni. fyrsta hugsunin hjá manni er alltaf: ég þarf að fá mér svona. plötuspilari? með innbyggðu útvarpi og hátölurum? og lúkkar svona skemmtilega, þú veist, ekkert digital kjaftæði heldur svona gamaldags útlit og bara skífa sem maður snýr til að finna rás. mösthef! og matvinnsluvélin sem tekur nákvæmlega ekkert pláss en getur gert nákvæmlega allt! þokkalega girnilegir próteindrykkir sem hægt er að hræra saman í þessari græju. og verðið alveg ótrúlegt. mösthef! 

tótallí frábært!

ég eyddi smá tíma í að stúdera kynninn. ég er að spá í að senda honum línu, því að mínu mati er sitthvað sem betur má fara hjá honum. má kannski segja að það hafi verið hann sem kom í veg fyrir að ég tók upp tólið og eyddi öllum peningunum sem ég á ekki. læt niðurstöður mínar fylgja hér því hver veit nema fleiri geti nýtt sér þær í leik og starfi.

í fyrsta lagi: snyrtilegur, dökk jakkaföt (traust), hárið nokkuð perfekt þannig séð og svo... hringur á litla fingri? ekki málið. aðstandendur torgsins eru greinilega á öðru máli, endalaus klósöpp á hringinn bera því vitni. en ég segi: burt með hringinn. hringur á litla fingri er ekki alveg traust. og sölumaður þarf fyrst og fremst að vera traustur. til að fullkomna blekkinguna. giftingahringur, hvort sem hann er feik eða ekki, það er traust. í öðru lagi: rétt málfar er traust. rangt málfar, ekki alveg jafn traust. gaurinn gerði sig helst til of oft sekan um að tala vitlaust, mest bar á því að hann sleppti smáorðum og notaði of mikið af aukaorðum. aukaorð eru semsagt alltso ekki þannig séð mjög traust. endurtekning á frösum getur hugsanlega gert gagn, en síendurtekin endurtekning er alls ekki traust. þetta atriði er auðvelt að leysa. ákveða bara fyrirfram hvað maður ætlar að segja, skrifa það á blað og staðsetja blaðið við kameru. það er ekki eins og fréttaþulir séu endilega jafn gáfaðir og traustir og þeir líta út fyrir að vera, seiseinei. í þriðja lagi: þegar maður er með álitsgjafa í stúdíóinu (og ójá, þar birtast álitsgjafar sem eru bara flottir) þá er ekki traust að horfa beint í kameruna og kinka kolli meðan álitsgjafinn gefur álit sitt. eins og maður viti nákvæmlega hvert svarið er. maður verður að láta eins og það komi manni skemmtilega á óvart. svona: "mig grunaði reyndar mjög sterklega að þetta væri pottþétt græja og svo kemur þessi náungi sem veit allt og hann staðfestir þennan grun minn! hvað segirðu, reynir græjan á alla vöðva líkamans? frábært!" annars er þetta of æft, og æft er í þessu tilliti ekki traust.

ef ofangreindar athugasemdir verða teknar til greina er ég ekki í vafa um að salan á eftir að aukast margfalt. ég efast reyndar ekki um að hún er umtalsverð nú þegar. það er svo mikið af fólki, held ég, sem veit bara ekki hvað það á að gera við alla þessa peninga.

við þau ykkar sem eruð á þessari stundu farin að efast um geðheilsu mína vil ég segja: þær efasemdir eiga fullan rétt á sér. ég er náttulega ekki venjulegur. hef reyndar aldrei verið, en þessi færsla blottar mig kannski endanlega.

já og bæ ðe vei: britney spears fór til tannlæknis í gær. var víst með svo heiftarlega tannrótarbólgu. þetta var Í ALVÖRU í fréttum áðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Rafn Valþórsson

Svo er annað sem að fer mest í pirrurnar á mér. Hann droppar alveg rosalega.  Senda drenginn til Snæju með fyrstu vél.

Vignir Rafn Valþórsson, 29.3.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband