27.3.2007 | 08:45
daginn eftir
ég þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju í gær, og satt að segja voru þeir fáranlega margir. hugsanleg skýring gæti verið að enn og aftur sýndi fréttablaðið mér þann ómælda heiður að vera nefndur eitt af ammælisbörnum dagsins, með mynd og alles. fallegt. og almennilegt af þeim að gera mig annað árið í röð ári yngri en raunin er. manni liggur einmitt ekkert á.
að gamni mínu gúgglaði ég þann 26. mars og komst að því að eftirtaldir héldu upp á gærdaginn með mér: alan arkin, keira knightley, diana ross, martin short, james caan og svo var leikritaskáldið tennessee williams með okkur í anda. ok, allir nema hún keira soldið svona gamlar fréttir kannski, en upp til hópa er þetta hinn besti félagsskapur.
mamma og systkinin gáfu mér feita úttekt í IKEA með óskum um að ég nái nú einhvern tíma á næstunni að stækka við mig. það vona ég innilega líka. þetta má alveg fara að gerast!
ÁSTIN er að sigra, fólk flykkist í leikhús. og ég byrjaður að æfa næsta verkefni.
meira um það síðar.
Athugasemdir
til hamingju með gærdaginn
Álfa (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.