absolutely dead

þetta er ekki svona einfalt. ég hef áður skrifað um þennan frasa, sem mér leiðist, líklega af því að ég er sjálfur frekar einfaldur maður. líka af því að stundum finnst mér þessi setning notuð til að flækja hluti sem í raun eru ekkert flóknir. vís formáli að útúrsnúningi. "nei vinur minn. þetta er bara ekki svona einfalt." 

og vissulega eru hlutirnir ekki alltaf eins einfaldir og maður myndi vilja. heimspekingurinn fór í morgunsárið að hugsa um rétt hverrar manneskju fyrir tilveru sinni. minn eigin rétt. og rétt íraska túlksins sem ég heyrði rætt við í útvarpinu í morgun, og varð kveikjan að þessum vangaveltum. viðkomandi einstaklingur, hugsanlega jafnaldri minn, hefur síðan hin óréttmæta innrás okkar í land hans hófst, starfað sem túlkur fyrir danska herinn. í ágústmánuði heldur danski herinn heim, og þeir írakar sem hafa starfað sem túlkar á vegum hans hafa beðið um að fá að fylgja þeim. ástæðan er sú að þeir eru nokkuð vissir um að verða drepnir af samlöndum sínum, blóðþyrstum múslimum, þegar þeir ljúka starfi sínu. aðrir túlkar hafa hlotið þessi örlög, þeim var slátrað um leið og þær herdeildir sem þeir störfuðu hjá létu sig hverfa.

ætli þessi íraski samjarðarbúi minn hafi ekki einmitt fengið þetta svar við fyrirspurn sinni: "nei vinur minn. þetta er bara ekki svona einfalt." dönsk stjórnvöld hafa hafnað öllum umsóknum túlka um landvist á danskri jörð. 

það stakk mig, þar sem ég sat í hlýju eldhúsinu mínu og sötraði nýlagað kaffið, að heyra röddina í þessum manni. hann sagði bara eina setningu. aðspurður um hvað biði hans núna í ágúst þegar danirnir hyrfu á brott, svaraði hann: "i really don't want to think about it, because i will be absolutely dead."

hvað skyldi ég vera að gera í ágúst?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er alveg hrikalegt. Fólk er bara notað eins og hvert anað verkfæri se má svo bara farga að lokinni nýtingu. Þannig er þessi klikkaði hugsunarháttur.

Vá hvað maður upplifir sig gæfusama öðru hverju.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband