páll ekki sáttur

þá hefur sá ágæti leikhússkríbent páll baldvin sagt sína skoðun á verki okkar félaga. og ekki ætla ég að láta eins og skrif hans komi á óvart. maður beið bara eftir að sjá hversu lítið hrifinn hann yrði. ég hef áður sagt hér á síðunni að mér þyki ávallt hressandi og gaman að lesa það sem páll hefur að segja og það er ekkert öðruvísi þótt skrifin beinist að mér persónulega. dómur hans í dag er skemmtileg lesning. og ágætt að þar kemur fram sú skoðun hans að honum þykir þessi nýja sýning vesturports bera yfirbragð fyrri verka okkar, rómeó og júlíu (sem við höfum sýnt síðustu 5 ár, fjöldi sýninga að nálgast 400) og woyzeck (sem við sýnum í amsterdam í apríl og á spáni í júní), nefnilega að vera of einfaldar og þar engan veginn kafað nógu djúpt. við erum nefnilega ekki nógu intelektúal fyrir pál, og án efa eru fleiri í hans hópi. 

ég held einmitt, og þetta hef ég lesið úr öðrum pistlum páls um verk okkar, að hann sé yfir sig undrandi á þessari velgengni okkar, á þessari útflutningsstarfsemi, á öllum þessum yfir sig ánægðu leikhúsgestum. hann skilur ekkert í henni og um leið förum við nett í taugarnar á honum og höfum alltaf gert. sjálfur get ég sosum ekkert útskýrt af hverju okkur gengur svona vel, en er þakklátur fyrir að smekkur fólks er misjafn, og að við í vesturporti höfum þetta oft náð að hrífa fólk með okkur.

mogginn segir: "ómótstæðileg sýning". fréttablaðið segir: "þægileg afþreying en meingölluð".

nú þarf fólk bara að koma, sjá og dæma sjálft. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víkingur / Víxill

takk fyrir það félagi. hlakka til að sýna þér ást!

Víkingur / Víxill, 21.3.2007 kl. 10:54

2 identicon

Rómeó og Júlía er nú besta sýning sem ég hef séð. ég vona svo sannarlega að þessi sýni beri yfirbragð þeirrar sýningar - þarna veitti Páll Ást óvart besta hrós og gæðastimpil sem hægt er að fá!

Þórhildur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 11:09

3 identicon

hi there,

will vesturport be somewhere on the european continent (esp. near/in germany) at any time this summer?

 bless frá (núna) swisslandi,

steffi 

Steffi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:26

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eftir að hafa lesið og heyrt um Rómeó og Júlíu varð ég svo leið að missa af tækifæri til að sjá þá uppsetningu hér í London. Sá í sjónvarpinu viðtöl við Lundúnarleikhúsgesti sem hreinlega héldu ekki vatni fyrir hrifningu og lofsömuðu verkið hástöfum. Ef Ást er eitthvað svipað stykki og þið komið til London að sýna..heimta ég að fá að hitta þig og segja hæ..því við hjónin komum pottþétt að sjá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband