18.3.2007 | 23:28
dansi dansi
ég fór með örnu dóttur mína í fyrsta sinn á sýningu íslenska dansflokksins í kvöld. hún var ansi spennt, i fyrsta lagi yfir því að fara í leikhús, sem henni þykir alltaf gaman, og í öðru lagi af því hún hafði ekki hugmynd um hvað hún var að fara að sjá. ekki laust við að ég væri spenntur líka og fylgdist grannt með viðbrögðum hennar.
fyrra verkið fór mjög hægt af stað. dansararnir í einhverri óræðri þvögu fyrstu mínúturnar, sem bifaðist hægt upp og niður. sú stutta hafði litla þolinmæði í þess háttar og pikkaði aftur og aftur í mig og kom með komment eins og: "voða skemmtilegt eitthvað!" og "á þetta bara að vera svona, endalaust??" en svo fóru hlutir að gerast, músíkin varð taktfastari og hópurinn á sviðinu líflegri. og sú stutta sat grafkyrr og gapti.
hún gekk yfir sig glöð úr leikhúsinu, staðráðnari en nokkru sinni í að dansa allt sitt líf. ég leyfi henni það náttulega aldrei. hún á að verða verkfræðingur eða heilaskurðlæknir. forseta alheimsins kemur hugsanlega líka til greina.
sjálfur var ég líka ánægður með kvöldið, eins og yfirleitt þegar sýningar dansflokksins eru annars vegar. magnþrungin tónlist jóns leifs sem notast var við í seinna verkinu var hressileg sprengja í eyrun. þokkalegt páver.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.